Hvað er minninga kubbur?
Minninga kubbur er í raun kubbur sem varðveitir þínar helstu minningar um þann sem þú vilt minnast.
Þegar dýrin okkar deyja fáum við val þess efnis að fá líkama dýrsins með okkur til jarðsettningu, láta brenna það og fá öskuna í duftkeri eða að dýralæknirinn sjái um förgun.
Mig langar að eiga "fallegri" minningu um dýrið mitt heldur en duftker, en einnig einhverja aðra lausn heldur en að jarða það, því það er ekki sjálfgefið að hafa stað til þess að jarða á.
Afhverju minninga kubbur ?
Ég kýs að vera með minninga kubb fyrir mitt gæludýr einfaldlega vegna þess að það er einstaklega skemmtileg og falleg leið til þess að varðveita minningu um góðan vin, ösku þess og helstu muni.
Það er hægt að hafa nafnspjald dýrsins, jafnvel hálsól eða leikfang.
Einnig hægt að hafa litla mynd af dýrinu eða annað sem gefur þínum kubb sérstöðu en um leið viðheldur fallegri minningu um ástkæran vin.
Minninga kubburin er eins og pýramídi í laginu.
Stærð: 15cm hver hlið í botni og 18.5cm frá botni að topp
Minninga kubbur




Sendu mér endilega skilaboð ef þú hefur einhverjar frekari spurningar varðandi minninga kubbinn.
Ég reyni að svara öllum skilaboðum / pöntunum eins fljótt og mögulegt er.
