Sniðugar peningagjafir

Hannzla

6/1/20253 min lesa

Nú finnst mér ekkert sérstaklega skemmtilegt að gefa pening í gjöf, ef ég er bara að afhenda eitthvað umslag. Ég hef því gert það að venju, að reyna að finna mér skapandi leiðir í þessu og langar að deila þessu áfram fyrir ykkur hin sem eruð á svipuðum stað og ég með þetta.

Það getur verið áskorun að gefa peninga að gjöf á skemmtilegan og fallegan hátt, en með smá hugmyndaflugi (og google / pinterest) er hægt að gera gjöfina flotta og eftirminnilega. Hér koma nokkrar hugmyndir sem ég hef sjálf gert – og öðrum sem hafa veitt mér innblástur í gegnum tíðina!

Peningatré

Einn af mínum uppáhalds peningagjöfum sem ég hef gert sjálf var peningatré sem ég gaf frænku minni í brúðargjöf.
Ég byrjaði á því að finna gamlan blómavasa sem ég spreyjaði silfurlitaðan, þar sem jólavasi var ekki alveg málið fyrir þetta tilefni. Svo fór ég út í garð og fann mér fía grein á trénu mínu sem ég klippti af og límdi í vasann. Þar sem að "hrá" grein var ekki alveg nægilega flott að mínu mati þá skreytti ég hana með gerviblómum og grænum laufum. Síðan bjó ég til fiðrildi úr peningaseðlum og hengdi á greinina. Útkoman var bæði falleg og óvenjuleg – þó ég segi sjálf frá!

Peningablómvöndur í fermingargjöf

Við fórum líka í fermingaveislu í fyrra og langaði mig ekki að afhenda bara pening í umslagi. Ég fann því hugmynd af peningarósum og fannst það algjör snilld að henda í rósir og búa til vönd. Þar sem að það þurfti dálítið marga seðla í hverja rós, þá var blómvöndurinn ekki eins stór og ég vildi hafa hann og henti því í nokkur pappírsblóm til þess að hafa með.
Með því að nota gervilaufblöð fékk vöndurinn meira líf og talsvert fallegri heildarsvip.

Þetta var hin glæsilegasta gjöf og vakti eftirtekt !

Að gefa peninga þarf alls ekki að vera leiðinlegt – það getur verið listform út af fyrir sig!

Með því að setja smá vinnu og hugmyndaflug í framkvæmdina verður peningagjöfin að minningu sem fólk gleymir ekki.

Það má finna fleiri sniðugar hugmyndir af peningagjöfum hér.

Aðrar skemmtilegar hugmyndir:

Hér eru fleiri hugmyndir sem ég hef rekist á á netinu – eitthvað sem ég hef prufað en einnig aðrar sem mig langar að prufa:

  • Peningakaka – þar sem peningar eru rúllaðir saman og raðað í lög eins og í kökuform, með borða og korti á toppnum.

  • Blaðra með peningum – settu samanvafða peninga og glimmer í gegnsætt blöðru og blása upp – Hef notað þetta í afmæli!

  • Peningabók – skorin út bók með fallegri kápu og peningar faldir innan í sem „fjársjóður“.

  • Peningafiskur – origami-fiskar úr peningum sem hægt er að festa á stöng eða setja í litla fiskabúrskrukku.

  • Veggskraut með peningum – myndarammi með fallegum bakgrunni og peningum raðað upp eins og listaverk.