Við byrjuðum á því að kaupa eggjabakkadýnur í Jysk. Það eru því ekki bara komnar dýnur í hýsið, heldur eru þær talsvert þykkari en þessar sem koma upprunanlega í þeim.
Við tókum sófapullurnar og djúphreinsuðum (getið ekki ýmindað ykkur drulluna !) og klæddum svo allar pullurnar í nýtt áklæði - Sjúklega mikill munur ! Ótrúlegt hvað áklæði getur gert mikið fyrir heildarsvipinn.
S´ðan settum við upp nýjar gardínur sem setti ferskan blæ og tónaði rýmið saman.
Til að lífga upp á útlitið enn frekar notuðum við filmur úr Bauhaus á skápa og yfirborð, tókum gyltu og gömlu handföngin af og skiptum út fyrir svarta hnappa og settum svo límdúk á gólfi.
Að sjálfsögðu lögðum við líka mikla vinnu í að þrífa, pússa og betrumbæta hvert horn. Smáatriðin skipta máli – og saman skilaði þetta ótrúlegri umbreytingu, sem gerði þetta gamla og vel notaða fellihýsi að miklu huggulegra hýsi sem er notarlegt að eyða útilegunum í.